Handbolti

Alexander hjá Ljónunum til fertugs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander og Röggisch eftir undirskriftina.
Alexander og Röggisch eftir undirskriftina. mynd/löwen
Þýska félagið Rhein Neckar Löwen tilkynnti í morgun að félagið væri búið að gera nýjan samning við Alexander Petersson.

Gamli samningurinn átti að renna út næsta sumar en Ljónin voru ekki á því að sleppa okkar manni. Þeir sömdu því við hann til sumarsins 2021. Það sumar verður Alexander 41 árs gamall. Félagið trúir því að hann eigi nóg inni.

„Lexi er algjör lykilmaður hjá okkur og algjör fagmaður í alla staði. Hann er ómetanlegur fyrir okkur,“ segir Oliver Röggisch, íþróttastjóri Löwen.

„Sú staðreynd að hann hafi fengið fullt af tilboðum þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall segir mikið um hversu frábær handknattleiksmaður hann er.“

Alexander sagði að Löwen hefði alltaf verið hans fyrsti kostur. Þar líði honum og fjölskyldunni vel.

Hann gekk í raðir félagsins frá Füchse Berlin árið 2012 og mun því spila með félaginu í að minnsta kosti níu ár. Hann hefur einnig leikið með Flensburg, Grosswallstadt og Düsseldorf í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×