Enski boltinn

VAR verður í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
VAR í gangi í fótboltaleik.
VAR í gangi í fótboltaleik. Vísir/Getty
Myndvéladómarar munu bætast í hóp dómara á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en félögin í deildinni samþykktu í dag að taka upp VAR-kerfið frá og með 2019-2020 tímabilinu.

VAR heppnaðist mjög vel á HM í Rússlandi síðasta sumar og breytti það góða gengi um leið allri umræðunni um kerfið í enska knattspyrnuheiminum.

VAR er nú í notkun í fjórum af fimm stærstu deildum í Evrópu eða í Frakklandi, í Þýskalandi, á Ítalíu og á Spáni.





Félögin í ensku úrvalsdeildinni felldu það í apríl síðastliðnum að taka upp myndavéladómara. Nú hefur afstaða þeirra hinsvegar breyst.

Meistaradeildin íhugar að taka upp VAR seinna á þessu tímabili en í síðasta lagi leiktíðina 2019-20.

VAR var mikið í umræðunni eftir síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni þar sem mörk voru meðal annars ranglega dæmd af hjá Southampton á móti Watford og hjá Fulham á móti Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×