Enski boltinn

Woodward: Allir standa saman hjá Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Woodward og David Gill.
Woodward og David Gill. vísir/getty
Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að allir standi saman hjá félaginu; bæði þjálfarar og leikmenn og vilji bæta gengi liðsins í deildinni.

Woodward var í vikunni á ráðstefnu í New York þar sem fjárfestar víðs vegar um heiminn funduðu saman. Þar hélt Woodward tölu og talaði um gengi United.

„Við erum í góðri stöðu í Meistaradeildinni og þrátt fyrir að við höfum átt misjafnt gengi í deildinni þá eru stjórinn og leikmannahópurinn samheldinn hópur sem gerir allt til að bæta gengið í deildinni.“

„Í sumar áttum við gott undirbúningstímabil og þrátt fyrir að vera án marga lykilmanna sem voru á HM þá bjó það til tækifæri fyrir marga af okkar yngri leikmönnum til þess að vera í kringum aðalliðið.“

„Við lítum björtum augum á framhaldið og gera þessi yngri leikmenn að leikmönnum aðalliðsins eins og gerðist með Jesse Lingard, Marcus Rashford, Scott McTominay og Andreas Pereira í núverandi hóp.“

Eftir 3-1 tap gegn grönnunum í Manchester City um síðustu helgi er United í áttunda sæti deildarinnar, tólf stigum á eftir grönnunum sem eru á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×