Enski boltinn

Lingard: Sami gamli Rooney

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skiptingin á sér stað í gær.
Skiptingin á sér stað í gær. vísir/getty
Jesse Lingard, leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, hrósar Wayne Rooney mikið í viðtali eftir kveðjuleik Rooney með enska landsliðinu í gær.

England vann 3-0 sigur á Bandaríkjunum í kveðjuleik Rooney á Wembley í gærkvöldi en Lingard skoraði fyrsta mark leiksins.

Eftir tæpan klukkutíma var Lingard skipt af velli og inn í hans stað kom Rooney inn. Það brutust út miklar tilfinningar á Wembley.

„Þetta var skrýtin tilfinning að sjá hann aftur. Hann er sami gamli Rooney sem ég hef þekkt síðan ég var lítill,“ sagði Lingard við Sky Sports í leikslok.

„Hann er líflegur, góður drengur og hann passar upp á ungu strákana. Hann hjálpaði mér mikið að ná framförum þegar ég var yngri.“

„Það er frábært að hafa mann eins og hann í búningherberginu til þess að hjálpa þér. Það var erfitt að kveðja hann en hann kveður með margar minningar sem við getum tekið áfram,“ sagði Lingard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×