Lífið

Munar aðeins þremur stigum fyrir lokaþáttinn: Sveppi fór í litun og útkoman glæsileg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi með fallegar krullur sem liturinn fer vel í.
Sveppi með fallegar krullur sem liturinn fer vel í.
Í kvöld fer fram lokaþátturinn af Suður-ameríska drauminum á Stöð 2 og er gríðarleg spenna í keppninni.

Aðeins munar þremur stigum á liðunum fyrir lokaþáttinn. Auddi og Steindi eru með 363 stig og Sveppi og Pétur með 367 stig.

Í kvöld kemur í ljós hvaða lið vinnur keppnina en Auddi og Steindi unnu síðast í Asíska-drauminum.

Í síðasta þætti fengu Sveppi og Pétur Jóhann fimm stig þegar Sverrir skellti sér í litun Síle og var útkoman vægast sagt góð eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hörðustu konur veraldar lúbörðu Audda og Steinda

Cholitas er ættbálkur kvenna sem búið hafa í Andersfjöllunum í aldir og fengu þeir Auðunn Blöndal og Steindi þá áskorun í síðasta þætti af Suður-ameríska drauminum að sigra þær.

Hjóluðu niður dauðaveginn í Bólivíu

Þeir Auddi og Steindi fengu þá áskorun við tökur á Suður-ameríska drauminum að fara Dauðaveginn svokallaða í Bólivíu, og það á hjóli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×