Enski boltinn

Rooney vill þjálfa þegar ferlinum lýkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rooney hefur gjörbylt gengi DC United
Rooney hefur gjörbylt gengi DC United vísir/getty
Wayne Rooney vill fara út í þjálfun eftir að fótboltaferli hans líkur. Hann situr þjálfaranámskeið meðfram því að spila með DC United í Bandaríkjunum.

Rooney gekk til liðs við DC United í sumar en ætlar sér að snúa aftur til Englands um leið og hann hættir að spila.

„Ég þarf að klára námskeiðin, sem ég er að gera í Bandaríkjunum. Vonandi verð ég búin með þau þegar ég kem aftur til Englands og get þá tekið eða hafnað tilboðum ef þau koma,“ sagði Rooney við heimasíðu Manchester United.

Rooney spilaði sinn 120. og síðasta landsleik fyrir England í gærkvöld.

„Það er alltaf nægur tími þegar þú hættir í fótbolta. Sumir vilja fara í sjónvarpið, allir eru mismunandi. Ég væri til í að fara í þjálfun.“

„Ef það gengur ekki upp þá fær ég örugglega tækifæri í sjónvarpi eða hvað sem mér finnst rétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×