Körfubolti

Körfuboltakvöld: Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur með stórkostlegum málsháttum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Kjartan Atli og félagar héldur upp á dag íslenskrar tungu á stórkostlegan máta
Kjartan Atli og félagar héldur upp á dag íslenskrar tungu á stórkostlegan máta
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt á föstudaginn síðastliðinn og að sjálfsögðu létu sérfræðingar Körfuboltakvölds sig ekki vanta í hátíðarhöldunum.



Kjartan Atli Kjartansson og Fannar Ólafsson voru duglegir að henda fram íslenskum málsháttum í tilefni dagsins, á meðan Hermann Hauksson var minna í því, og var hann frekar undrandi á talsmáta félaga sinna.



Körfuboltakvöld er búið að taka saman helstu frasa sérfræðinganna úr síðasta þætti og útkoman er stórkostlegt myndband.



„Kulnar eldur nema kyntur sé,“ er meðal málsháttanna sem Kjartan mælti.



„Ég skil ekkert hvað þú ert að segja,“ svarar Hermann.



„Mér finnst eins og ég sé í þættinum Landinn,“ bætir Hermann við en hann tók á endanum þátt í hátíðarhöldunum með nokkrum málsháttum.



Sjáðu stórkostlega syrpu af málsháttum sérfræðinganna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×