Körfubolti

Allt í molum hjá meisturunum | Stjarna LeBron skein í Miami

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rudy Gay ræðst að körfu Warriors í nótt.
Rudy Gay ræðst að körfu Warriors í nótt. vísir/getty
NBA-meistarar Golden State Warriors eru óvænt í vandræðum og töpuðu í nótt þriðja leik sínum í röð í deildinni. Meiðsli og vondur mórall er ekki að hjálpa liðinu.

Það hefur mikið verið látið með rifrildi Draymond Green og Kevin Durant á dögunum en síðan þeir rifust inn á vellinum hefur ekkert gengið. Stemningin í klefanum virðist ekki vera upp á marga fiska.





„Við höfum verið á draumaferðalagi í fjögur og hálft ár og þetta er mesta mótlæti sem við höfum lent í. Svona er NBA raunverulega. Við höfum ekki verið þar síðustu ár,“ sagði Steve Kerr, þjálfari liðsins, en ekki bætir úr skák að Steph Curry er meiddur.

„Draumurinn er búinn og nú er mótlæti og við verðum að vinna okkur út úr því.“

LeBron James, stjarna LA Lakers, rauf 50 stiga múrinn í tólfta sinn á ferlinum er hann heimsótti sinn gamla heimavöll í Miami.

James skaut sína gömlu félaga í kaf og endaði með 51 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í flottum sigri Lakers.





Þessari ofurstjörnu deildarinnar virtist líða mjög vel á sínum gamla heimavelli og vildi setja upp sýningu fyrir sína gömlu stuðningsmenn enda tróð hann ítrekað í leiknum.

Þetta er að sjálfsögðu hans hæsta stigaskor í leik með Lakers í vetur.

Úrslit:

Miami-LA Lakers  97-113

Orlando-NY Knicks  131-117

Washington-Portland  109-119

San Antonio-Golden State  104-92

Minnesota-Memphis  87-100

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×