Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar frá Orku náttúrunnar voru réttmætar samkvæmt niðurstöðu úttektar á vinnustaðamenningu. Úttektin leiddi meðal annars í ljós að tvö prósent starfsmanna hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni í starfi á síðustu fimm árum. Bjarni segir illa vegið að mannorði sínu og starfandi forstjóri segir hafið yfir allan vafa að úttektin sé óháð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig segjum við frá áætlunum Reykjavíkurborgar að fjölga leikskólaplássum og byggja við leikskóla svo hægt verði að bjóða 12 mánaða börnum og eldri pláss. Manna þarf 270 ný stöðugildi svo áætlanir geti orðið að veruleika.

Við höldum einnig áfram að fjalla um erfiðleika fólks sem hefur gegnt áberandi stöðum í þjóðfélaginu við að fá vinnu og ræðum við framkvæmdastjóra Hagvangs um málið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×