Innlent

Áberandi stöður torvelda atvinnuleit

Sighvatur Jónsson skrifar
Það eru fleiri en fyrrverandi þingmenn sem eiga erfitt með að finna vinnu á nýjum vettvangi.
Það eru fleiri en fyrrverandi þingmenn sem eiga erfitt með að finna vinnu á nýjum vettvangi. Vísir/Vilhelm
Fólk sem hefur gegnt áberandi stöðum í þjóðfélaginu getur átt erfitt með að fá nýja vinnu að sögn framkvæmdastjóra Hagvangs. Það séu því fleiri en fyrrverandi þingmenn sem lendi í vandræðum með slíkt.

Fréttastofa hefur rætt við hóp fyrrverandi þingmanna um hvernig atvinnuleit hefur gengið eftir lok þingstarfa. Í kvöldfréttum í gær heyrðum við reynslusögur fyrrverandi þingmanna sem hafa sótt um mörg störf án árangurs.

Einn þingmaður hafði eftir ráðgjöfum ráðningarstofa að fyrrverandi þingmenn ættu erfiðara en aðrir að finna nýja vinnu. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir það alls ekki svo að þingmennska dragi úr áhuga fyrirtækja á því að ráða viðkomandi.

Hún bendir þó á að stundum spyrji atvinnurekendur um hvað þeiri eigi að gera ef fyrrverandi þingmaður kemst aftur á þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×