Handbolti

Halldór Jóhann: Kolröng framkvæmd á miðjunni

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Halldór á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var brjálaður út í ákvörðun dómaranna á loka augnabliki leiksins í 28-28 jafntefli gegn Val í Olís-deild karla í kvöld en það var svakaleg dramatík í leiknum.

Það var þó ekki vítið og rauða spjaldið sem hann var ósáttur við heldur var það miðjan sem Valsmenn tóku, hann segir að um ólölega miðju hafi verið að ræða.

„Dómararnir sáu atvikið aftur svo það hlýtur að vera rétt ákvörðun hjá þeim. En ég er ekki ósáttur við það heldur það að miðjan er kolrangt framkvæmd hjá Val. Það er ástæðan fyrir því að þeir komast áfram í sóknina, það er stóra vandamálið.

„Af því að dómarinn ákveður að flauta miðjuna á og sér ekki mistökin þá getur hann ekki farið til baka.“ sagði Halldór ósáttur við þá ákvörðun.

Þrjú mörk voru skoruð á loka mínútunni en Valur keyrði í hraða sókn þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það var erfitt að segja til um það hvort miðjan hafi verið lögleg eða ólöglega en Halldór segist hafa séð það og að um ólöglega miðju hafi verið að ræða

„Það var mikill hraði hjá báðum þessum liðum, þetta eru tvö frábær handboltalið. En við tökum þessu stigi, við vorum komnir 5 mörkum undir og tveimur mörkum undir þarna í lokin svo ég er hrikalega ánægður með það hvernig við klárum leikinn, mikill styrkur hjá okkur,“ sagði Halldór sem hefur engin svör við því hvernig liðið hans mætti til leiks í seinni hálfleik.

„Við komum bara ekki inní seinni hálfleikinn, ég veit ekki hvað það var. Við töluðum um ákveðna hluti í hálfleik um hvað við ætluðum að gera en við urðum passívir og fórum að gera bara tóma þvælu. Við hleyptum þeim nátturlega 5 mörkum yfir það er rosalega erfitt gegn Valsmönnum.“ sagði Halldór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×