Erlent

Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn.
Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. AP/Lynne Sladky
Miðað við utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum er útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en í kosningunum 2014. Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. Konur í Bandaríkjunum hafa í gegnum tíðina verið duglegri við að kjósa en menn en mögulegt er að bilið gæti aukist enn fremur í kosningunum í næstu viku.

Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post er talið mögulegt að utankjörfundaratkvæði verði tvöfalt fleiri í ár en árið 2014.



Samkvæmt nýlegri könnun Politico eru háskólamenntaðar konur mun líklegri til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins en frambjóðendur Repúblikanaflokksins. Þá eru konur sem ætla sér að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins líklegri til að kjósa að þessu sinni. 78 prósent kvenna sem ætla að veita Demókrataflokknum atkvæði sitt, segjast spenntar fyrir því að kjósa, gegn 65 prósentum kvenna sem ætla sér að veita Repúblikanaflokknum atkvæði sitt.



Sjá einnig: Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn



Þrátt fyrir aukinn áhuga kjósenda Demókrataflokksins, er einnig útlit fyrir mikinn áhuga kjósenda Repbúlikanaflokksins og stefnir í spennandi kosningar víða.

Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar þó að enn séu miklar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og hafa líkurnar aukist aðeins. Þá eru miklar líkur á að Repúblikanar haldi naumum meirihluta sínum á öldungadeildinni.



Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49 en aðstæður kosninganna eru þeim í hag.

Kosið verður um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Donald Trump vann í forsetakosningunum 2016.

Öfugt við öldungadeildina, þar sem kosið er um þriðjung sæta, eða 35 af 100, verður kosið um hvert einasta sæti á fulltrúadeildinni, eða 435.


Tengdar fréttir

Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky.

Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar

Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni.

Óvænt barátta um Texas

Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki.

Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn

Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×