Enski boltinn

Salah: Draumur minn síðan að ég var tíu ára að spila með Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum í Liverpool.
Salah fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum í Liverpool. vísr/getty
Mohamed Salah, hinn magnaði framherji Liverpool, segir að hann hafi átt þann draum um að spila með Liverpool síðan að hann var tíu eða ellefu ára gamall.

Salah fór á kostum á síðustu leiktíð. Hann var ein stærsta ástæðan fyrir því að Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir Real Madrid.

„Félagið er frægt út um allan heim og með marga stuðnigsmenn í Mið-Austurlöndunum svo ég heyrði fyrst um Liverpool þegar ég var tíu eða ellefu ára,“ sagði Salah við heimasíðu félagsins.

„Sagan um að ég hafi leikið Liverpool í PlayStation er sönn. Stundum spilaði ég sem önnur lið en oftast var ég Liverpool. Þá datt mér ekki í hug að ég yrði hér einn daginn.“

„Þetta var þó alltaf draumurinn. Þú verður að reyna fylgja þeim og þegar ég fór til Basel frá Egyptalandi þá átti ég þá von um að koma hingað einn daginn.“

„Einu sinni var möguleiki á því áður en þá gkek það ekki upp fyrir báða aðila. Þegar það var svo áhugi á síðasta ári þá hugsaði ég bara um Liverpool.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×