Lífið

Oprah bankar upp á hjá kjósendum

Andri Eysteinsson skrifar
Oprah Winfrey styður Stacey Abrams til góðra verka.
Oprah Winfrey styður Stacey Abrams til góðra verka. EPA/Mike Nelson
Þriðjudaginn næsta, 6. nóvember, verða haldnar kosningar til beggja deilda bandaríska þingsins. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í 39 af 50 ríkjum Bandaríkjanna.

Georgía er eitt þeirra ríkja, þar eru helstu frambjóðendur demókratinn Stacey Abrams og repúblíkaninn Brian Kemp. Stacey Abrams hefur tromp í sinni ermi en það tromp er spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey.

Á instagramsíðu sinni birti Oprah myndband af sér þar sem hún gengur milli húsa og hvetur fólk til að kjósa Abrams.

 
 
 
View this post on Instagram
U never know who’s gonna come a knocking! #teamabrams

A post shared by Oprah (@oprah) on Nov 1, 2018 at 10:51am PDT

Með myndbandinu skrifaði hún „Þú veist aldrei hver það er sem bankar“ og merkti með myllumerkinu #TeamAbrams.

Oprah er ekki eina Hollywood stjarnan sem styður Abrams en leikarinn Will Ferrell sást ganga milli húsa í ríkinu í sömu erindagjörðum um daginn.

Spurning hvort þetta framlag stjarnanna tveggja hafi eitthvað að segja á kjördag en ríkisstjóri Georgíu hefur komið úr röðum repúblíkana síðan árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×