Baráttusigur Tottenham gegn Úlfunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tottenham fagnar marki í kvöld.
Tottenham fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty
Tottenham er komið í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn Wolves. Tottenham komst í 3-0 en Wolves fékk svo sín tækifæri til að jafna metin.

Erik Lamela kom Tottenham yfir á 27. mínútu er hann setti boltann milli fóta Rui Patricio. Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Lucas Moura metin með skalla.

2-0 í hálfleik og þegar Harry Kane kom Tottenham í 3-0 á 62. mínútu benti fátt til þess að Wolves myndi eiga einhvern möguleika á að jafna metin.

Þeir fengu þó vítaspyrnu á 68. mínútu er miðjumaðurinn ungi Juan Foyth braut af sér. Ruben Neves fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Ellefu mínútum síðar fengu Úlfarnir aftur vítaspyrnu og aftur var það pilturinn ungi, Juan Foyth, sem braut af sér. Neves fór á punktinn og öryggið var mikið.

Wolves setti Tottenham undir pressu síðustu mínúturnar en náðu ekki að koma inn þriðja markinu. Baráttusigur Tottenham á erfiðum útivelli þar sem stórlið hafa tapað stigum; þar á meðal Man. City.

Tottenham er komið í fjórða sætið. Þeir eru með 24 stig og eru þremur stigum á eftir toppliði Liverpool. Wolves er í ellefta sætinu með fimmtán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira