Newcastle náði loks í sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kenedy þakkar æðri máttarvöldum
Kenedy þakkar æðri máttarvöldum vísir/getty
Newcastle komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með langþráðum sigri, þeirra fyrsta á tímabilinu.

Ayoze Perez skoraði eina mark leiks Newcastle og Watford á 65. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Ki Sung-yueng og tryggði þar með Newcastle sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Þar sem Cardiff tapaði sínum leik í dag dugði sigurinn til þess að lyfta Newcastle upp úr fallsæti, í það minnsta þar til á morgun.

Watford, sem byrjaði tímabilið mjög vel en hefur aðeins misst flugið, fékk sín færi til þess að skora en bæði Adrian Mariappa og Gerard Deulofeu áttu fínustu færi á að koma Watford yfir í fyrri hálfleik.

Watford átti samtals 16 skot í leiknum en aðeins eitt þeirra rataði á markrammann. Newcastle fór aðeins betur með sín skot, tvö af tíu fóru á rammann.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira