Innlent

Stal veski af eldri konu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ungur maður er grunaður um að hafa stolið veski af eldri konu, farsíma og peningum.
Ungur maður er grunaður um að hafa stolið veski af eldri konu, farsíma og peningum. Vísir/Vilhelm
Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um að hafa stolið veski af eldri konu, farsíma og peningum. Hann er grunaður um líkamsárás.

Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í miðborginni en til átaka kom á milli gesta og dyravarða. Tilkynningin barst klukkan hálf þrjú í nótt.

Laust eftir klukkan 2 í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem var ofurölvi og til vandræða á sjúkrastofnun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslum lögreglu.

Ung kona í annarlegu ástandi var þá handtekinn í hverfi 101 í nótt klukkan 04:20 í nótt grunuð um vörslu fíkniefna, þjófnað og brot á vopnalögum. Konan vistuð í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×