Lífið

Eldra fólk dolfallið yfir sögustund Óla Stef þar sem hann kyrjar texta og slær takt á trommu

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu af sögustund Ólafs Stefánssonar með eldri borgurum í Valsheimilinu.
Skjáskot úr myndbandinu af sögustund Ólafs Stefánssonar með eldri borgurum í Valsheimilinu.
„Þau eru alveg dolfallin yfir þessu,“ segir Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, um eldri borgara sem mættu á sögustund með Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi handboltakappa, í Valsheimilinu í síðasta mánuði.

Þar setti Ólafur á sig hatt og fór með eldri borgarana í gegnum sögustund sem þeir kolféllu fyrir, að sögn Sigríðar.

Myndband frá sögustundinni rataði á Facebook en þar má sjá Ólaf slá takt á trommu á meðan hann kyrjar texta sem er á þessa leið:

Jörðin er líkaminn, vatnið er blóðið. Loftið, andardrátturinn – eldurinn, andinn minn.



Er þessi sögustund Ólafs liður í heilsueflingu eldra fólks en Ólafur leggur áherslu á slökun og andlegt heilbrigði, sem er að hans mati ekki síður mikilvægt en líkamleg heilsurækt.

Sigríður segir erindi Ólafs ekki síður þarfa áminningu um að taka lífinu ekki of alvarlega. „Það er allt í lagi að vera stundum pínu flippaður,“ segir Sigríður.

Ólafur mun vera með samskonar sögustund fyrir eldra fólk í KR-heimilinu klukkan 10:30 á morgun, en stór hópur eldra fólks hittist þar einu sinni í viku og  stundar ýmiskonar heilsueflingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×