Vandræði Fulham halda áfram eftir tap gegn Huddersfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Huddersfield fagnar sigurmarkinu.
Huddersfield fagnar sigurmarkinu. Vísir/Getty
Vandræði Fulham halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í kvöld tapaði liðið í fallbaráttuslag gegn Huddersfield, 1-0.

Leikið var á John Smith's leikvanginum í Huddersfield og eina mark leiksins kom á 29. mínútu er Timothy Fosu-Mensah skoraði sjálfsmark.

Fulham hefur farið hörmulega af stað í deild þeirra bestu. Liðið er á botninum með fimm stig og hefur unnið einn af fyrstu ellefu leikjunum.

Það er ljóst að sætið hjá Slavisa Jokanovic, stjóra Fulham, er orðið ansi heitt en miklum peningum var eytt í leikmenn hjá Fulham í sumar.

Með sigrinum er Huddersfield komið úr botnsætinu og upp í það átjánda. Fyrsti sigur Huddersfield á leiktíðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira