Viðskipti innlent

Betra jafn­vægi á fast­eigna­markaði en oft áður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári.
Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. vísir/vilhelm

Betra jafnvægi virðist nú ríkja á fasteignamarkaði en oft áður að því er segir í Hagsjá Landsbankans í dag. Í Hagsjánni kemur fram að grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá miðju ári 2017 þegar verðhækkanir nánast stöðvuðust.

Frá þeim tíma hefur framboð nýrra íbúða aukist mikið og viðskiptum fjölgað í takt við það.

„Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 9 mánuði fram til september var um 620 viðskipti til samanburðar við u.þ.b. 560 viðskipti á sama tíma á síðasta ári og um 590 á árinu 2016. Viðskiptum hefur því fjölgað í takt við aukið framboð og betra jafnvægi virðist ríkja á markaðnum en oft áður,“ segir í Hagsjánni.

Þar segir jafnframt að í nýútkominni þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans er reiknað með 4,3 prósenta hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2017 og 2018.

„Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Við reiknum svo með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Meðalhækkun nafnverðs fasteigna á tímabilinu 2001-2017 var 8,8% þannig að segja má að skoðun okkar sé að hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu,“ segir í Hagsjánni en hana má lesa í heild sinni hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,03
5
17.870
MARL
0,39
19
695.429
ICEAIR
0,28
13
28.886

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,12
9
57.208
HAGA
-1,79
3
107.622
VIS
-1,74
3
74.730
SJOVA
-1,49
4
65.900
FESTI
-1,3
3
38.308
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.