Viðskipti innlent

Betra jafn­vægi á fast­eigna­markaði en oft áður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári.
Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. vísir/vilhelm
Betra jafnvægi virðist nú ríkja á fasteignamarkaði en oft áður að því er segir í Hagsjá Landsbankans í dag. Í Hagsjánni kemur fram að grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá miðju ári 2017 þegar verðhækkanir nánast stöðvuðust.

Frá þeim tíma hefur framboð nýrra íbúða aukist mikið og viðskiptum fjölgað í takt við það.

„Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 9 mánuði fram til september var um 620 viðskipti til samanburðar við u.þ.b. 560 viðskipti á sama tíma á síðasta ári og um 590 á árinu 2016. Viðskiptum hefur því fjölgað í takt við aukið framboð og betra jafnvægi virðist ríkja á markaðnum en oft áður,“ segir í Hagsjánni.

Þar segir jafnframt að í nýútkominni þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans er reiknað með 4,3 prósenta hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2017 og 2018.

„Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Við reiknum svo með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Meðalhækkun nafnverðs fasteigna á tímabilinu 2001-2017 var 8,8% þannig að segja má að skoðun okkar sé að hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu,“ segir í Hagsjánni en hana má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×