Enski boltinn

Er nú eina taplausa liðið í fimm bestu deildum Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro fagnar marki með félögum sínum í Chelsea, þeim Marcos Alonso og Alvaro Morata.
Pedro fagnar marki með félögum sínum í Chelsea, þeim Marcos Alonso og Alvaro Morata. Vísir/Getty
Chelsea liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslituum Evrópudeildarinnar í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Lundúnafélagið er sér á báti þegar kemur að fimm bestu deildum Evrópu.

Það var Oliver Giroud sem skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsta markið hans fyrir Chelsea í meira en sex mánuði.

Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni, bikarkeppni eða Evrópu síðan að Maurizio Sarri tók við liðinu af Antonio Conte.

Eftir tap Juventus á móti Manchester United í Meistaradeildinni var það ennfremur ljóst að Chelsea er nú eina félagið í fimm bestu deildum Evrópu (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland) sem hefur enn ekki tapað á tímabilinu.



Chelsea hefur alls leikið sautján leiki á tímabilinu, unnið fjórtán, gert þrjú jafntefli og ekki enn tapað.

Liðið er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með 8 sigra og 3 jafntefli í 11 leikjum og markatala liðsins þar er 27-8 (+19).

Liðið hefur unnið báða leiki sína í enska deildabikarnum og er með 4 sigra í 4 leikjum í Evrópudeildinni þar sem markatala liðsins er 6-1.

Chelsea tapaði reyndar fyrir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn rétt fyrir tímabilið en hefur ekki misstigið sig síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×