Tottenham heldur í við toppliðin eftir sigur á Crystal Palace

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Foyth fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki
Foyth fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki vísir/getty
Tottenham heldur í við toppliðin í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld.



Fyrir leik liðanna var Tottenham í fjórða sæti deildarinnar en Crystal Palace voru í því sextánda.



Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik, og var markalaust að loknum fyrri hálfleiknum.



Tottenham komst yfir á 66. mínútu en markið skoraði Juan Foyth með skalla. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Tottenham í úrvalsdeildinni



Reyndist það vera eina mark leiksins en Alexander Sorloth var ansi nálægt því að jafna leikinn á 90. mínútu er hann komst í dauðafæri en Hugo Lloris varði vel frá honum.



Með sigrinum er Tottenham enn í fjórða sæti en liðið er nú jafnt Liverpool og Chelsea að stigum og tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City en þau eiga öll leik til góða. Crystal Palace er enn í 16. sæti en aðeins markatala skilur liðið frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira