Fótbolti

Íslendingarnir fengu fáar mínútur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik kvöldsins.
Rúrik í leik kvöldsins. vísir/getty
Íslensku leikmennirnir víðs vegar um Evrópu fengu fáar mínútur er lið þeirra voru í eldlínuni í kvöld.

Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við Duisburg í þýsku B-deildinni. Sandhausen er í fimmtánda sætinu.

Emil Hallfreðsson er á meiðslalistanum hjá Frosinone sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fiorentina á heimavelli í ítölsku deildinni. Frosinone er í átjánda sæti deildarinnar.

Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður er Bröndby vann 2-0 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Björn Daníel Sverrisson sat á varamannabekknum hjá AGF.

Með sigrinum er Bröndby komið upp í fjórða sæti deildarinnar en liðin í kring eiga þó leik til góða. AGF er í níunda sætinu en getur farið neðar í töfluna er umferðin klárast um helgina.

Kristófer Ingi Kristinsson sat allan tímann á tréverkinu er Willem II vann 3-2 sigur á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni. Willem er um miðja deild í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×