Fótbolti

La Liga vill nefna verðlaun eftir Messi

Messi hefur unnið ófá verðlaunin í gegnum tíðina
Messi hefur unnið ófá verðlaunin í gegnum tíðina Vísir/Getty
Besti leikmaður spænsku deildarinnar næstu ár gæti hlotið Messi-verðlaunin. Forráðamenn La Liga skoða það að nefna verðlaun eftir Argentínumanninum.

Javier Tebas, forseti La Liga, lagði fram þá tillögu að verðlaunin fyrir leikmann ársins á Spáni ár hvert verði nefnd eftir Lionel Messi.

Á Spáni er rík hefð fyrir því að nefna verðlaun eftir frægum leikmönnum fortíðarinnar, til dæmis Zamora verðlaunin fyrir besta markvörðinn og Pichichi verðlaunin fyrir markahæsta leikmann deildarinnar.



„Ég trúi því að Messi verði besti leikmaður allra tíma, ef hann er ekki orðinn það nú þegar,“ sagði Tebas.

„Það er góð hugmynd að búa til verðlaun honum til heiðurs fyrir besta leikmanninn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×