Innlent

Ákærður fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Aðalmeðferð málsins fór fram á mánudag.
Aðalmeðferð málsins fór fram á mánudag. vísir/hanna
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag en þinghald í málinu er lokað.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi í tvígang á tímabilinu mars til maí árið 2016 farið með stúlkuna, sem þá var fjórtán ára, að heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu, og brotið gegn henni.

Brot mannsins eru talin varða við fyrstu málsgrein 202 gr. almennra hegningarlaga en dæma má menn í allt að sextán ára fangelsi fyrir brot sem þetta. Fram kemur í ákærunni að stúlkan hafi veitt manninum munnmök og að þau hafi haft samræði.

Foreldri stúlkunnar gerir einkaréttarkröfu fyrir hennar hönd fyrir dómi og er þess krafist að ákærða verði gert að greiða stúlkunni tvær og hálfa milljón í miskabætur auk vaxta og málskostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×