Enski boltinn

Leik Leicester á laugardaginn ekki frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá minningarathöfn um Vichai.
Frá minningarathöfn um Vichai. vísir/getty
Leikur Leicester gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni verður spilaður á laugardaginn þrátt fyrir harmleik helgarinnar. Leikmenn og stjórnarmenn Leicester voru spurðir álits.

Eigandi Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, var einn fimm sem lést á laugardagskvöldið er flugvél brotlenti rétt fyrir utan leikvang liðsins eftir að Leicester hafði gert 1-1 jafntefli við West Ham.

Leikmenn liðsins voru spurðir um álit hvort að fresta ætti leik liðsins gegn Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff á laugardaginn en nú hefur félagið staðfest að leikurinn verður spilaður á laugardag.

Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai, vildi að liðið myndi spila á laugardaginn því faðir hans hefði viljað það. Stjórnarformenn félagsins eru einnig sammála um að spila leikinn á laugardag.

Mínútu þögn verður fyrir leikinn og einnig mun liðið leika með sorgarbönd til heiðurs Vichai en leik liðsins gegn Southmapton, sem átti að fara fram annað kvöld, hefur verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×