Erlent

Sprengdi sig í loft upp í anddyri FSB í Arkhangelsk

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungur maður gekk inn í anddyri útibús leyniþjónustu Rússlands, FSB, í Arkhangelsk í morgun og sprengdi sig í loft upp.
Ungur maður gekk inn í anddyri útibús leyniþjónustu Rússlands, FSB, í Arkhangelsk í morgun og sprengdi sig í loft upp. Vísir/AP
Ungur maður gekk inn í anddyri útibús leyniþjónustu Rússlands, FSB, í Arkhangelsk í morgun og sprengdi sig í loft upp. Árásarmaðurinn lét lífið og þrír starfsmenn FSB særðust í árásinni. Maðurinn er sagður hafa tekið sprengjuna upp úr tösku í anddyrinu en ekki liggur fyrir hvort hann ætlaði sér að skilja sprengjuna eftir eða sprengja sig í loft upp.

Yfirvöld Rússlands hafa borið kennsl á manninn og segja hann vera sautján ára og búa í Arkhangelsk. Litið er á sprenginguna sem hryðjuverk.

TASS fréttaveitan segir sprengjusérfræðinga á vettvangi og að rannsókn standi enn yfir. Þá er haft eftir ríkisstjóra Arkhangelsk að öryggi í héraðinu verði aukið í kjölfar árásarinnar.



Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa nokkrar árásir verið gerðar gegn FSB á undanförnum árum og þá aðallega í Norður-Kákasushéraði. Þær árásir hafa verið framkvæmdar af hryðjuverkasamtökum á svæðinu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×