Innlent

Stöðvuðu eftirför með því að keyra utan í bíl ökuníðings

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.
Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm
Lögreglumenn þurftu að aka utan í bíl „ökuníðings“ til þess að stöðva för hans eftir að lögregla hafði veitt honum eftirför um dágóða stund.

Það var um klukkan tvö í nótt sem lögregla gaf manninum merki um að stöðva bíl sinn í Grafarvogi. Maðurinn virti ekki fyrirmæli lögreglu og ók á brott. Hófst þá eftirför sem endaði með því lögregla ók utan í bíl mannsins við Bolöldu, rétt áður en farið er upp á Hellisheiði.

Í dagbók lögreglu er maðurinn einfaldlega kallaður „ökuníðingur“ og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslum. Var maðurinn í „mjög annarlegu ástandi“ að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Töluvert var um akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt en lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar á meðal var maður sem ók bíl sínum á staur í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×