Innlent

Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. Málið er afar umfangsmikið og er það á viðkvæmu stigi.
Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. Málið er afar umfangsmikið og er það á viðkvæmu stigi. Vísir/Vilhelm
Karlmaður hefur setið gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð grunaður um vinnumansal og er hann talinn hafa flutt inn til landsins tugi manna yfir tveggja ára skeið.

Frá þessu er greint á vef fréttastofu Ríkisútvarpsins en heimildir þeirra herma að maðurinn sé pakistanskur og að hann hafi verið handtekinn ásamt tveimur mönnum við komuna til landsins fyrir tveimur vikum.

Lögregla á að hafa gert húsleit í íbúð mannsins við Snorrabraut þar sem hópur fólks var handtekinn. Um skeið sátu þrír í varðhaldi vegna málsins um skeið en hinum tveimur hefur verið sleppt.

Lögreglan á Suðurnesjum gat lítið tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en það er til rannsóknar hjá rannsóknardeild.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að auk mansalsins sé maðurinn grunaður um peningaþvætti, skjalafals og fleiri brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×