Innlent

Alltaf að hringja þó það sé í vafa

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Dæmi eru um að fólk veigri sér við að hringja eftir aðstoð í aðstæðum heimilisofbeldis. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínuna segir að fólk eigi alltaf að hringja þó það sé í vafa.

Vitundarvakningin Þú átt von sem Jafnréttisstofa stendur fyrir fjallar um þær lausnir sem í boði eru til að stíga út úr aðstæðum heimilisofbeldis. Í fimm myndböndum er sagt frá sögu einstaklinga sem hafa stigið út úr ofbeldinu.

Áhersla er lögð á að hringja alltaf í neyðarlínuna ef áhyggjur kvikna.

Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að það sé starf þeirra að meta hvort um sé að ræða neyðartilfelli eður ei. Ef fólk er í vafa er alltaf betra að hringja.vísir/stöð 2
„Neyðarlínan sér náttúrulega um neyðarsímsvörun fyrir alla viðbragðsaðila. Telji fólk sig vera í einhverri neyð þá á það endilega að hringja þó það sé ekki alveg öruggt. Við þá bara sameiginlega komust að þeirri niðurstöðu hvort að um neyð sé að ræða og sendum þá viðeigandi viðbragð eða vísum fólki áfram,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Hann bendir á að neyðarlínan sé neyðarviðbragð. Þeirra starf sé að hjálpa fólki að meta hvort  um neyð sé að ræða eða ekki.

Hefur orðið aukning í símtölum varðandi heimilisofbeldismál á sama tíma og umræða er að verða meiri í samfélaginu?

„Ekki þannig að ég hafi einhverja afgerandi tölfræði um það en ég vona að það sé hærra hlutfall þeirra sem eru að upplifa einhvers konar ofbeldi sem hafa samband. Maður heyrir allt of oft í fréttum af því að það séu ekki nema lítill hluti ofbeldismála sem að eru tilkynnt eða kærð. Ég vona að það sé að aukast hlutfallið en það er nú ekki þannig fjöldi að við sjáum hreyfingu á okkar tölfræði,“ segir Tómas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×