Handbolti

Einar: Erum með svo marga landsliðsmenn að ég veit það ekki

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Leikmenn Gróttu fagna í kvöld.
Leikmenn Gróttu fagna í kvöld. vísir/daníel
Grótta vann öflugan sigur á Fram í Olís-deild karla í kvöld. Einar Jónsson þjálfari Gróttu segist ekki hafa verið æstur í hálfleik þrátt fyrir að hans menn hafi ekki spilað vel í fyrri hálfleik.

„Ótrúlegt en satt þá var ég bara tiltölulega rólegur, þrátt fyrir arfa slakan fyrri hálfleik. Ég þarf eiginlega bara að þakka Björgvini mínum trygga aðstoðarmanni fyrir það því hann snéri mig hérna niður í hálfleik og við róuðum okkar bara aðeins niður í hálfleik."

„Við vorum sammála um það að við vorum bara búnir að vera lélegir og fórum að spila meira eftir okkar gildum og prinsippi. Það er bæði vörn og sókn, við vorum held ég bara helvíti góðir í seinni hálfleik.”

„Við vorum í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleik eins og þú segir en þegar við vorum að skila okkur í færi þá var Viktor að verja mjög góða bolta frá okkur eða við að klikka en hann er frábær markmaður en við leystum það betur í seinni hálfleik líka. Þetta var bara svart og hvítt, hálfleikarnir,” sagði Einar aðspurður um skotval sinna minna í fyrri hálfleik.

Landsleikjahlé á leiðinni, hvernig ætlið þið að nýta landsleikjahléð?

„Við erum með svo marga landsliðsmenn þannig að ég veit ekki hvernig við eigum að nýta þetta en ég veit það ekki."

„Það er frí á morgun en síðan man ég ekki hvernig prógrammið er. Ég get sent ykkur það og þá sjáið þið bara hvernig það er en ég man það ekki.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×