Erlent

Afsláttur gefinn eftir fjölda fylgjenda á Instagram

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Vinsældir fólks á samfélagsmiðlum gætu farið að hafa áhrif á hversu mikið þú borgar fyrir mat og önnur lífsgæði. Það er að minnsta kosti tilfellið á Shushibar í Milanó sem veitir fólki afslátt eftir því hve marga fylgjendur það hefur á Instagram.

Það er veitingastaðurinn This is not a sushibar eða „Þetta er ekki Sushi bar“ á Milanó á Ítalíu sem heldur úti hinni frumlegu verðskrá. Verðskráin virkar á þá vegu að ef þú hefur þúsund fylgjendur á ljósmyndaforritinu Instagram færðu einn frétt frían. Ef þú ert með fimm þúsund fylgjendur færðu tvo rétti, fjóra rétti fyrir tíu þúsund fylgjendur og átta rétti ef þú ert með yfir fimmtíu þúsund fylgjendur. Ef þú ert hins vegar með yfir hundrað þúsund fylgjendur á Instagram borðar þú fylli þína af Sushi og borgar ekki Evru fyrir.

Vinkonurnar Chiara og Giulia vonast til þess að fá einn frían rétt.vísir/stöð 2
„Við erum með um 1600 fylgjendur hvor. Ekki mjög mikið. Við fáum vonandi frían rétt. Kannski uramaki. Kemur í ljós,“ segja þær Chiara Valenzano og Giulia Terranova, viðskiptavinir staðarins.

Sumir viðskiptavinir eru þó vinsælli á samskiptamiðlinum en þær Valenzano og Terranova og borða því frítt.

Clizia Incorvaia, viðskiptavinur Shushistaðarins, borðar frítt vegna þess að hún er með 200 þúsund fylgjendur.Vísir/stöð 2
„Ég er með 200 þúsund fylgjendur því ég hef unnið fyrir tískumerki í nokkur ár og því fékk ég alla réttina ókeypis. Við smökkuðum allt frá gunkan til tartarsósu. Þetta var mjög gott,“ segir Clizia Incorvaia, viðskiptavinur staðarins.

„Bragðast það betur ef það er ókeypis?“ spyr Vittoria Hyde, viðskiptavinur, Incorvaia. „Breytist bragðið eða er það hið sama?“ „Mér finnst ég fá meiri ánægju að borða það,“ svarar Incorvaia.

„Fjölgið því fylgjendunum ykkar. Annars er það bara bless bless.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×