Blóðugir kjördagar í afgönsku kosningunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:45 Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Myndin er tekin við kjörstað í gær. vísir/epa Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira