Handbolti

Dómarinn viðurkenndi mistök í beinni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki biðst afsökunar á því að hafa dæmt of snemma.
Bjarki biðst afsökunar á því að hafa dæmt of snemma.
Sú nýbreytni er í útsendingum frá Olís-deildinni á Stöð 2 Sport að dómarar eru með hljóðnema á sér sem gefur einstaka innsýn í þeirra starf og færir áhorfendur nær leiknum.

Anton Gylfi Pálsson og Bjarki Bóasson dæmdu stórleik FH og Selfoss um helgina og voru í góðu sambandi. Þeir félagar áttu fínan leik þó svo þeir hafi gert mistök rétt eins og leikmenn.

Bjarki Bóasson henti Atla Ævari Ingólfssyni af velli þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Réttur dómur en hann var aðeins of fljótur á sér því hann tók færi af FH í leiðinni.

Heiðarlegur Bjarki tók þetta á sig eins og sjónvarpsáhorfendur heyrðu. Þessi nýbreytni vakti mikla athygli og væntanlega verður framhald á þessu í næstu leikjum.

Hér að neðan má sjá þetta atvik úr leiknum um helgina.



 

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×