Enski boltinn

Souness segir að Liverpool vanti skapandi miðjumann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Souness segir sína menn vanta sköpunargáfu á miðsvæðið.
Souness segir sína menn vanta sköpunargáfu á miðsvæðið. vísir/getty
Graeme Souness, fyrrum stjóri Liverpool og sparkspekingur, segir að Liverpool vanti skapandi leikmann eins og David Silva eða Kevin De Bruyne til að geta farið alla leið á Englandi.

Liverpool er nú með jafn mörg stig og City á toppi deildarinnar en bæði lið hafa ekki tapað leik það sem af er móti. Souness segir að Liverpool vanti skapandi miðjumann.

„Ég held að Jurgen hafi einnig áhyggjur af miðsvæðinu. Hann keypti tvo leikmenn inn á miðsvæðið og var nærri því búinn að fá Nabil Fekir fá Lyon einnig,“ sagði Souness.

„Það sýnir hvað hann vildi styrkja. Þeir hafa þá þrjá miðjumenn sem leggja hart að sér en mér finnst þeir eki vera með snjallan leikmann eins og David Silva eða De Bruyne."

„Það er auðvitað erfitt að finna svona leikmenn en á þessum tímapunkti finnst mér þeir rétt á eftir City. Mér leiðist að segja það en fótbolti er skrýtinn leikur.“

„Það hafa verið meiðsli hjá lykilmönnum og formið hefur ekki verið upp á sitt besta en fyrir mér eru City líklegastir til að vinna þetta," sagði Souness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×