Erlent

Vara suður-kóreska stúdenta í Kanada við því að reykja kannabis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kannabis var lögleitt í Kanada fyrr í mánuðinum og má hér sjá fagnaðarlæti í tilefni af því.
Kannabis var lögleitt í Kanada fyrr í mánuðinum og má hér sjá fagnaðarlæti í tilefni af því. vísir/getty
Suður-kóreskir stúdentar sem eru við nám í Kanada og hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar Kannabis var gert löglegt þar í landi hafa verið minntir á það að lögin heimafyrir gildi um þá, hvar sem er í heiminum.

Um 23.000 suður-kóreskir námsmenn búa nú í Kanada og frá því Kanadamenn ákváðu að lögleiða kannabisefni hafa kóresk yfirvöld ítrekað varað þegna sína þar í landi við.

„Þeim Suður-Kóreumönnum sem reykja gras verður refsað, sama hvar brotið er framið,“ segir yfirmaður fíkniefnamála hjá lögreglunni í Kóreu.

Hann segir enga undanþágu verða gerða frá því og engu máli skipti þótt efnið sé leyfilegt í viðkomandi landi, fimm ára dómur gæti blasað við þeim sem verða gripnir.


Tengdar fréttir

Trudeau fær sér ekki smók

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í gær ekki ætla að reykja kannabis þótt það væri orðið löglegt í ríkinu. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×