Erlent

Elsta ó­snortna skips­flak í heimi fannst í Svarta­hafinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flakið er 23 metra langt og er talið er vera frá tímum Forn-Grikkja. Fundurinn er talinn afar merkilegur.
Flakið er 23 metra langt og er talið er vera frá tímum Forn-Grikkja. Fundurinn er talinn afar merkilegur.
Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið elsta ósnortna skipsflak sem fundist hefur í heiminum á botni Svartahafs. Svo virðist sem flakið hafi legið á hafsbotni í meira en 2400 ár en fjallað er um málið á vef Guardian.

Flakið er 23 metra langt og er talið er vera frá tímum Forn-Grikkja. Mastur þess, stýri og þóftur eru öll á sínum stað en sérfræðingar segja að skortur á súrefni svo djúpt í Svartahafinu hafi gert það að verkum að skipsflakið hefur varðveist eins vel og raun ber vitni.

„Ósnortið skip frá klassískri fornöld, sem liggur á meira en tveggja kílómetra dýpi, ég hefði aldrei trúað því að það væri mögulegt,“ segir Jon Adams, prófessorinn sem fer fyrir rannsóknarleiðangrinum í Svartahafinu. Hann segir að fundurinn muni breyta skilningi vísindamanna á skipum og siglingum á fornöld.

Talið er að skipið hafi verið flutningaskip af þeirri tegund sem vísindamenn segja að hafi aðeins sést á forn-grískum leirmunum eins og á Sírenuvasanum (e. Siren Vase) sem geymdur er á British Museum.

Vísindamennirnir sem fundu skipsflakið segja að þeir ætli að láta það í friði þar sem það fannst en lítill bútur úr því hafði þó verið greindur á rannsóknarstofu í háskólanum í Southampton. Sú greining staðfesti að skipsflakið væri elsta ósnortna skipsflak sem fundist hefur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×