Erlent

Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Monsanto framleiðir arfaeyðirinn Monsanto.
Monsanto framleiðir arfaeyðirinn Monsanto. vísir/epa
Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur.

Kviðdómur hafði áður dæmt efnaframleiðandann til þess að greiða Johnson 289 milljónir dollara í bætur, eða sem samsvarar um 34 milljörðum króna. Dómarinn dæmdi framleiðandann hins vegar til þess að greiða Johnson 78 milljónir dollara í bætur, sem jafngilda níu milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Dómarinn, Suzanne Bolanos, varð ekki við þeirri kröfu Monsanto að réttarhöld í málinu færu fram á ný en Johnson hefur til 7. desember til þess að ákveða hvort hann taki við lægri upphæð skaðabóta eða krefjist nýrra réttarhalda.

Johnson starfaði sem umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið sem hann er með mætti að einhverju leyti rekja til notkunar hans á Roundup-arfaeyðinum sem Monsanto framleiðir.

Málsókn Johnson gegn Monsanto vegna Roundup er ein af hundruð málsókna sem höfðaðar hafa verið gegn fyrirtækinu vegna arfaeyðisins en mál hans var það fyrsta sem kom til kasta dómstóla.


Tengdar fréttir

Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu

Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×