Innlent

Skjálftinn öflugri en talið var í fyrstu

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm
Skjálftar urðu í Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt, sá stærsti 4,6 að stærð.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni  segir að skjálfti sem mældist klukkan 00:08 hafi verið metinn 3,3 að stærð en var í raun 4,6 að stærð.

Annar skjálfti mældist klukkan 00:12 og var af stærðinni 3,5. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, en engin merki eru um gosóróa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×