Sport

Khabib vill mæta Mayweather í Moskvu fyrir framan 100 þúsund manns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib ætlar sér að verða eins ríkur og Conor á því að berjast við Mayweather.
Khabib ætlar sér að verða eins ríkur og Conor á því að berjast við Mayweather. vísir/getty
Rússinn Khabib Nurmagomedov er stórhuga þessa dagana enda að reyna að landa boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

Khabib er búinn að funda með framkvæmdastjóra rússneska hnefaleikasambandsins með það að markmiði að bardaginn fari fram í Moskvu.

Rússinn vill að þeir berjist á Luzhniki-vellinum þar sem úrslitaleikur HM fór fram. Khabib er sannfærður um að hann myndi fá 100 þúsund manns á völlinn og slá heimsmet. Mest hafa komið 102.538 manns á völlinn en það var á landsleik Sovétríkjanna og Ítalíu árið 1963.

„Menn hér hafa engar áhyggjur af því að fá 100 þúsund manns á völlinn,“ sagði Khabib.

Mayweather er klár í að berjast og nú er unnið á bak við tjöldin að ganga frá samningum.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib vill berjast við Mayweather

Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather.

Mayweather: Náið í ávísanaheftið

Khabib Nurmagomedov vill fylgja í fótspor Conor McGregor og boxa við Floyd Mayweather. Hnefaleikakappinn virðist vera spenntur fyrir því að mæta Rússanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×