Körfubolti

Rondo: Paul er hræðilegur liðsfélagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul er hér að berja á Rondo en LeBron James reynir að halda aftur af honum.
Paul er hér að berja á Rondo en LeBron James reynir að halda aftur af honum. vísir/getty
Rajon Rondo, leikmaður Lakers, er ekki hættur að lemja á Chris Paul, leikmanni Houston. Nú fá hnefarnir ekki að tala heldur ræðst Rondo að Paul með orðum.

Rondo fékk þriggja leikja bann fyrir slagsmál félaganna á dögunum en Paul fékk tveggja leikja bann. Rondo hrækti á Paul en þrátt fyrir sterk sönnunargögn neitar hann því.

„Auðvitað stóð NBA-deildin með honum og gaf mér þriggja leikja bann en hann fékk aðeins tveggja leikja bann,“ sagði Rondo reiður.

„Það vilja allir trúa því að Paul sé góður gaur. Það sem fólk veit ekki er að hann er hræðilegur liðsfélagi. Fólk veit ekki hvernig hann kemur fram við fólk.“

Eins og heyra má er Rondo brjálaður út af öllu þessu máli og segir að það sé orðið stærra en körfuboltinn. Það snúist um deildina sem sé að taka málstað annarra.

NBA

Tengdar fréttir

Ingram í lengsta leikbannið fyrir slagsmálin í LA

Brandon Ingram, Rajon Rondo og Chris Paul voru allir dæmdir í leikbann af NBA deildinni fyrir slagsmálin sem brutust út á lokamínútum leiks LA Lakers og Houston Rockets á aðfaranótt sunnudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×