Golf

Ekki góð byrjun hjá Ólafíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía fer vonandi enn betur í gang á morgun.
Ólafía fer vonandi enn betur í gang á morgun. vísir/getty
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á fjórum höggum yfir pari á Q-School mótaröðinni en spilað var á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum.

Q-School er loka úrtökumótaröðin fyrir nýtt keppnistímabil á LPGA. Átta hringir verða leiknir á ellefu dögum og komast efstu 45 kylfingarnir á LPGA-mótaröðina.

Ólafía náði sér ekki alveg á strik á fyrsta hringnum en hún spilaði á fjórum yfir pari og er í 53. sætinu en Jaclyn Lee spilaði best. Hún spilaði á fjórum undir pari.

Ólafía byrjaði illa og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum en fékk svo fugl á sjöttu holu. Þrír skollar á síðari níu gerðu það að verkum að Ólafía endaði á fjórum yfir pari.

Það er hins vegar nóg eftir, heilir sjö hringir, svo það er nóg af holum til þess að vinna sig upp listann. Næsti hringur fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×