Sport

Bann Conor og Khabib lengt | Rússinn fær eina milljón dollara af launum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib er hér nýbúinn að pakka Conor saman og á leið úr búrinu.
Khabib er hér nýbúinn að pakka Conor saman og á leið úr búrinu. vísir/getty
Íþróttasamband Nevada ákvað á fundi sínum í gær að halda bardagaköppunum Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov í keppnisbanni þar til rannsókn á þeirra máli er lokið.

Upprunalega voru þeir settir í bann til 15. október en fastlega er búist við því að rannsókn ljúki í desember. Þetta bann snertir þá í raun ekki neitt enda eru þeir ekkert á leið í búrið á næstunni.

Íþróttasambandið tók það þó fram á fundi sínum í gær að það gæti sett þá í ævilangt bann ef svo bæri undir. Það mun þó aldrei gerast.

Íþróttasambandið frysti allar greiðslur til Khabib eftir bardagann þar sem hann stökk úr búrinu og réðst að aðstoðarmönnum Conors. Hann fékk eina milljón dollara af þeim peningum í gær svo hann gæti greitt kostnað við sinn undirbúning. Restin verður áfram í frysti.

Conor fékk alla sína peninga eftir bardagann en íþróttasambandið tók fram að það hefði líka fryst hans greiðslur til hans ef það hefði haft öll myndbönd af látunum. Á seinni stigum kom í ljós að Conor var ekki alsaklaus í öllum hasarnum.

Þeir eru báðir skyldugir til þess að mæta á fund sambandsins í desember er málið verður væntanlega klárað.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×