Innlent

Hinn handtekni sagður samstarfsfús

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn er sagður hafa gert ráðstafanir til að liðka fyrir rannsókn málsins.
Maðurinn er sagður hafa gert ráðstafanir til að liðka fyrir rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm
Maðurinn sem hefur verði í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti ungrar konu á Akureyri var yfirheyrður í annað skiptið seinni part gærdags. Maðurinn er grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar.

Lögreglan segir manninn samstarfsfúsan og gert ráðstafanir til að liðka fyrir rannsókn málsins. Staðfest er að hann var á vettvangi aðfararnótt sunnudags og á sunnudagsmorgun.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir en niðurstöður eiturefnarannsóknar er beðið. Unnið er áfram að rannsókn málsins, en gæsluvarðahald yfir manninum rennur út á hádegi á morgun. Lögreglan segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort það verði framlengt.

Konan fannst látin á heimili sínu á sunnudaginn og rannsakar lögregla andlátið. Var það faðir konunnar sem kom að henni látinni en ung börn hennar voru á heimilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×