Umfjöllun: Þór Þ. - Grindavík 90-80 │Vandræði Grindavíkur halda áfram

Sindri Freyr Ágústsson skrifar
Emil Karel með boltann
Emil Karel með boltann vísir/bára
Það var hátíð í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þórsarar sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Grindavík í kvöld.

Heimamenn höfðu tapað fyrstu þrem leikjunum og þurftu sigur til að lenda ekki í meiri vandræðum. Það sást eftir leik bæði á leikmönnum og stuðningsmönnum Þórsara hversu vel þeim leið eftir þennan sigur.

Afhverju vann Þór?

Þórsarar sýndu frábæra baráttu í þessum leik sem var ein aðal ástæðan fyrir sigrinum í kvöld. Voru frábærir í sókn í byrjun leiks og notuðu síðan baráttuna í vörnina seinna í leiknum.

Rifu niður fráköstin, hreyfðu boltann vel og tóku góð skot. Þeir unnu frákasta baráttun með 42 gegn 27, það er mikilvæg barátta. Þeir náðu að nýta skotin sín vel og enduðu með 51% nýtingu.

Þeir fengu svo smá auka kraft frá stúkuni sem stóð sig vel sem sjötti maðurinn. Græni Drekinn lét sjá sig og héldu uppi góðri stemmningu. Vonandi sjáum við svona góða mætingu og stemmningu á fleirri leikjum.

Lykilmenn?

Hjá heimamönnum leiddi Nikolas Tomsick vagninn, hann skoraði 24 stig og bætti við 7 stoðsendingum. Emil Karel átti góðan leik, hann sýndi það afhverju hann er fyrirliði með frábærri baráttu og góðum liðsanda.

Þrátt fyrir að Grindavík töpuðu þessum leik þá átti samt Sigtryggur Arnar Björnsson frábæran leik en hann skoraði 29 stig. Hann var kominn með 20 stig snemma í seinni hálfleik en svo hægðist aðeins á honum.

Hvað gekk illa?

Það sem varð Grindavík að falli í kvöld var kafli seint í leiknum þar sem þeir náðu ekki að skora stig í tæpar sex mínótur. Það var þess sem gekk helst illa hjá þeim.

Það var samt margt annað sem gekk ekki vel. Þeir tóku ekki góð skot oft á tíðum og spiluð frekar slappa vörn nánast allan leikinn.

Hvað næst?

Næsti leikur hjá heimamönnum er gegn Stjörnunni í Garðabæ næsta fimmtudag. Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa að eiga annan svona leik til að vinna þann leik.

Grindavík mætir Val í næstu umferð. Það verður gaman að fylgjast með þeim leik og hvort að Jóhann Þór Ólafsson muni halda áfram sem þjálfari Grindavíkur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira