Golf

Ólafía aftur í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er í vandræðum í Bandaríkjunum.
Ólafía er í vandræðum í Bandaríkjunum. vísir/getty
Aftur náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér ekki á strik er hún lék á Q-School mótaröðinni en leikið er á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum.

Leiknir eru átta hringir á ellefu dögum en hringurinn í dag var annar í röðinni. Efstu 45 tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni en Q-School er síðasta úrtökumótið fyrir LPGA.

Í gær lék Ólafía á fjórum höggum yfir pari og ekki gekk betur í dag. Í dag lék Ólafía á fimm höggum yfir pari og er samtals níu yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Ólafía fékk skolla á fjórðu holu en bætti það strax upp með fugli. Á áttundu holu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og aftur var það tvöfaldur skolli á elleftu.

Á tólftu fékk hún svo skolla en náði að bæta það upp með fugli á fimmtándu holu. Hún endaði svo hringinn tveimur pörum og einum skolla.

Ólafía er sem stendur í 83. sæti en eins og áður segir eru níu hringir eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×