Körfubolti

„Ég held að þetta snúist ekki bara um liðið heldur allt samfélagið í Njarðvík“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framlengingin er einn vinsælasti liðurinn í Domino’s Körfuboltakvöldi og hún klikkaði ekki í þætti gærdagsins.

Þeir Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í banastuði undir dyggri stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar en það var venju samkvæmt gripið til framlenginu undir lok þáttar.

Þar var meðal annars farið yfir hvort að Njarðvík ætti að losa sig við Jeb Ivey. Þeir voru báðir sammála um að hann væri ekki að gera það sem Njarðvík þarf.

„Þeir eru með miklar tilfinningar til hans og það er erfitt fyrir þá að skoða það að losa sig við hann,“ sagði Kristinn Friðriksson og hélt áfram:

„Ég var á móti þessum kaupum í upphafi. Maðurinn er 38 ára gamall. Ég spilaði á móti manninum í deildinni. Hann er það gamall.“

„Ég held að hann sé mjög mikilvægur andlega fyrir Njarðvíkur-liðið,“ sagði Kristinn og undir þetta tók Jonni:

„Ég held að þetta snúist ekki bara um liðið. Þetta snýst um samfélagið þarna í Njarðvík.“

Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×