Enski boltinn

Segja að eigandi Leicester hafi verið í þyrlunni

Dagur Lárusson skrifar
Vichai Srivaddhanaprabha.
Vichai Srivaddhanaprabha. vísir/getty
Fréttamiðilinn Reuters hefur greint frá því að heimildarmaður innan Leicester City hefur staðfest að eigandi félagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í þyrlunni sem brotlennti og sprakk í loft í gær.

 

Atvikið hræðilega átti sér stað rúmum klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham lauk á King Power vellinum í gær og var það staðfest stuttu seinna að þetta hafi verið þyrla í eigi eigenda félagsins en ekki var vitað hvort hann hafi verið sjálfur í þyrlunni.

 

En nú greinir Reuters frá því að eigandinn hafi verið í þyrlunni þegar hún sprakk í loft upp en en hvergi er þó staðfest að eigandinn sé látinn.

 

Enska þjóðin og allir knattspyrnuheimurinn hefur fylgst agndofa með gangi mála og hafa leikmenn Leicester t.d. sent kveðjur á Twitter. Einnig á Kasper Schmeichel að hafa hlaupið að slysstaðnum eftir atvikið en það segir ónafngreindur stuðningsmaður.

 

„Ég sá Kasper hlaupa út á undan öllum og á eftir honum komu fullt af öryggisvörðum. Ég stóð fyrir utan völlinn en slysið átti sér stað hinum megin við völlinn.“

 

AndlátVichai Srivaddhanaprabha hefur enn ekki verið staðfest.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×