Lífið

Tók myndir í gegnum ísjaka á Íslandi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Joel Estay
Mathieu Stern er áhugamaður um ljósmyndun en hann kom til Íslands með það markmið að taka myndir í gegnum linsu sem gerð var úr broti úr ísjaka. Stern náði í brotið úr ísjaka á Breiðamerkursandi.

Stern hafði áður gert tilraunir með að taka myndir í gegnum ís en þá hafði hann tekið kranavatn í París og fryst það. Myndirnar frá þeirri tilraun voru ekki nógu góðar vegna þess að vatnið var ekki nógu hreint. Þegar að Stern fann loksins nógu góðan ís þá þurfti hann að móta hann svo að hann myndi passa í myndavélina. Stern prentaði mót í þrívíddarprentara sem hann gat svo fest við myndavélina.

Stern og eiginkona hans eyddu tveimur dögum á Breiðamerkursandi til þess að reyna að ná góðum myndum. Hann var við það að gefast upp þegar að hann náði loksins að taka myndir sem hann var ánægður með. Stern sagði jafnframt að hann hefði ekki verið að leitast eftir fullkomnum myndum heldur frekar að geta skapað eitthvað með ísnum.

Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá myndband þar sem að Stern útskýrir ferlið og einnig sjá myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×