Laun í öðrum gjaldmiðli? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 07:00 „Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
„Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar?
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun